59. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, föstudaginn 3. maí 2024 kl. 09:10


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:10
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH) 2. varaformaður, kl. 09:10
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 09:10
Dagbjört Hákonardóttir (DagH), kl. 09:10
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:10
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:10
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:10
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 09:10

Bergþór Ólason var fjarverandi. Eyjólfur Ármannsson boðaði forföll.
Berglind Ósk Guðmundsdóttir tók þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði skv. heimild í 1. mgr. 17. gr. þingskapa, en vék af fundi kl. 11:26.
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir tók þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði til kl. 09:42.
Líneik Anna Sævarsdóttir vék af fundi frá kl. 10:29 til 10:54.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Dagskrárlið frestað.

2) 722. mál - útlendingar Kl. 09:14
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Semu Erlu Serdaroglu frá Solaris hjálparsamtökum, Dís Sigurgeirsdóttur og Sigþrúði Erlu Arnardóttur frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar og Gunnlaug Geirsson, Arnar Sigurð Hauksson, Magnús Ellert Bjarnason og Árna Grétar Finnsson frá dómsmálaráðuneyti.

3) 737. mál - þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta Kl. 11:50
Nefndin samþykkti að óska eftir minnisblaði frá forsætisráðuneytinu, sbr. 51. gr. þingskapa, þar sem fram komi afstaða ráðuneytisins til þeirra umsagna sem hafa borist um málið.

4) Önnur mál Kl. 09:13
Nefndin ræddi starfið framundan.

Tillaga atvinnuveganefndar um að vísa máli 937 - listamannalaun (nýir sjóðir og fjölgun úthlutunarmánaða) til allsherjar- og menntamálanefndar var samþykkt, sbr. 3. mgr. 23. gr. þingskapa.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:53